05.05.1988
Sameinað þing: 77. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7433 í B-deild Alþingistíðinda. (5478)

485. mál, fiskeldi

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Mér hefur löngum fundist þessi deila heldur fáránleg. Það getur ekki haft nokkur áhrif á framþróun atvinnugreinarinnar hvaða ráðuneyti hún tilheyrir, en hins vegar blasir það við að starfsemi hennar muni eiga sér stað bæði á þurru landi, þ.e. sums staðar langt uppi í sveitum, og einnig á sjó úti. Ég hefði talið að samband fiskræktenda hefði eitthvað þarfara að gera við sínar ályktanir en að standa í stappi eins og þarna er gert. Ég hygg að þetta séu leifar af málaferlum sem einn aðili átti við landbrn. og tapaði fyrir Hæstarétti einfaldlega vegna þess að hann hafði staðið þannig að málum að það var eðlilegt að æðsti dómstóll landsins dæmdi landbrn. í vil.