05.05.1988
Sameinað þing: 77. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7449 í B-deild Alþingistíðinda. (5504)

510. mál, byggingarkostnaður Seðlabankahússins

Dómsmálaráðherra (Jón Sigurðsson):

Hæstv. forseti. Ég ætla mér ekki þá dul að freista þess að svara því hvernig talan sem ég nefndi, 1273 millj. kr., miðað við s.l. áramót, svari til upphaflegra áætlana um byggingarkostnað við þetta hús. Því verða aðrir að svara sem málinu eru kunnugri. Það sama gildir um stærðir í húsinu, gólfflöt, rúmtak og fleira af því tagi sem menn kynnu að vilja nota til að deila í þessa fjárhæð. Ég vildi óska eftir því að fá að svara slíkum fsp. frekar með skriflegum hætti við hentugt tækifæri, eða öllu heldur að Seðlabankinn geri það sjálfur.

En ég vil að lokum nefna til samanburðar við byggingarkostnaðarfjárhæðina sem nefnd var, 1273 millj. kr., að fasteignamat húss og lóðar var 1076 millj. kr. og brunabótamat húseignarinnar um áramót sl. var 1105 millj. kr.