05.05.1988
Efri deild: 90. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7482 í B-deild Alþingistíðinda. (5547)

469. mál, Siglingamálastofnun ríkisins

Samgönguráðherra (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Þetta frv. er komið frá hv. Nd. Það er flutt til þess að veita Landssambandi smábátaeigenda aðild að siglingamálaráði og nefnd Nd. gerði brtt. sem var engin efnisbreyting og því samþykkt.

Það er tillaga mín að þessu frv. verði að lokinni þessari umræðu vísað til 2. umr. og hv. samgn., en Nd. taldi eins og ráðuneytið sjálfsagt og eðlilegt að Landssamband smábátaeigenda ætti aðild hér að eins og það hefur óskað. Það var verið að mynda sambandið þegar lögin um Siglingamálastofnun voru samþykkt 1986 og e.t.v. þess vegna ekki tekið þá þegar með.