05.05.1988
Efri deild: 90. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7494 í B-deild Alþingistíðinda. (5552)

360. mál, umferðarlög

Guðmundur Ágústsson:

Herra forseti. Ég ætla ekki að hafa þetta langt, en varðandi þá aðila sem þarna er boðið að vera með þá gleymdist hjá hæstv. viðskrh. að taka það fram að samkvæmt arðsútreikningum er stefnt að því að þetta hlutafélag skili þeim aðilum sem leggja þar inn hlutafé töluverðum arði. Og á hvers kostnað er það? Er það ekki á kostnað þeirra sem þurfa á þessari þjónustu að halda?