07.05.1988
Sameinað þing: 80. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7723 í B-deild Alþingistíðinda. (5803)

467. mál, vegáætlun 1987--1990

Albert Guðmundsson:

Hæstv. forseti. Þessar umræður, sem nú eru á dagskrá, fara langt út fyrir efnið og samkomulag liggur fyrir á milli þingflokkanna um að fundurinn standi ekki lengur en til kl. 3. Nú virðist forseti halda áfram að gefa mönnum orðið um dagskrármálið. Ég óska eftir að staðið verði við það samkomulag sem gert hefur verið.

Hv. síðasti ræðumaður gerði hlé á máli sínu og kvaðst mundu halda áfram sinni ræðu seinna vegna þess að samkomulag var um að ljúka fundi kl. 3.