09.05.1988
Efri deild: 95. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7776 í B-deild Alþingistíðinda. (5896)

301. mál, Húsnæðisstofnun ríkisins

Karvel Pálmason:

Herra forseti. Ég er mjög inni á því sjónarmiði sem kemur fram í till. og tel að það beri að skoða gaumgæfilega. Ég tel hins vegar að með breytingu á frv. sé því sem heild stefnt í tvísýnu að það nái fram að ganga hér í þingi. Ég veit hins vegar að hæstv. félmrh. mun láta skoða þetta mál í áframhaldi af því sem hér kann að gerast og í trausti þess að það verði skoðað eins og ég veit að hæstv. ráðherra hefur hug á og mun gera segi ég nei.