09.05.1988
Efri deild: 96. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7806 í B-deild Alþingistíðinda. (5936)

293. mál, áfengislög

Guðrún Agnarsdóttir:

Hæstv. forseti. Vegna orða hv. 3. þm. Vesturl. finn ég mig knúna til þess að koma hér upp og gera grein fyrir atkvæði mínu.

Ástæðan fyrir því að áfengisvarnaráðunautar vildu fella þetta ákvæði út er fyrst og fremst sú að samsvarandi ítarlegar tillögur liggja fyrir í þykkri skýrslu stórrar áfengisvarnanefndar sem sett var á laggirnar einmitt til að gera slíkar tillögur. Þær eru fyrirliggjandi. Hér er hins vegar verið að fara fram á það að lögbinda skyldu til þess að semja reglugerð í ákveðnum anda sem einmitt taki mið af forvarnarstarfi. Það hefur því miður vantað í þessa einhliða ákvörðun sem hér er verið að taka. Þess vegna segi ég já.