09.05.1988
Efri deild: 96. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7806 í B-deild Alþingistíðinda. (5937)

293. mál, áfengislög

Landbúnaðarráðherra (Jón Helgason):

Herra forseti. Í ákvæði til bráðabirgða er gert ráð fyrir að skipa eina nefnd enn til þess að gera tillögu. Það hefur verið gert oft áður og tillögur liggja fyrir um markvissar aðgerðir. Eftir þeim hefur ekki verið farið. Hins vegar er með þessari brtt. verið að kveða á um ótvírætt hvernig Alþingi vill að framkvæmdin verði. Það er tvímælalaust bæði mikilvægur, lagalegur og siðferðilegur stuðningur við þá sem vilja vinna að forvarnarstarfi og koma í veg fyrir ofneyslu áfengis og því segi ég já.

Frv. samþ. með 13:8 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: EG, JM, GuðmÁ, GHG, HÁ, HBI, JE, JúlS, KP, SaIÞ, StG, VS, DS.

nei: EgJ, GA, JHelg, MF, SkA, SvG, ÞK, KSG. 3 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu: