09.05.1988
Neðri deild: 97. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7808 í B-deild Alþingistíðinda. (5943)

432. mál, Ríkisendurskoðun

Forseti (Jón Kristjánsson):

Varðandi orð hv. 6. þm. Norðurl. e. vil ég taka fram að að sjálfsögðu hafa forsetar þingsins fylgst með þessu máli. Þetta hefur gengið sína leið í gegnum þingið, fengið þinglega meðferð í hv. Ed. frá allshn. Ed. til samþykktar og síðan fengið meðferð hjá hv. Nd. og eins og fram kemur í nál. telur nefndin þessi lagaákvæði fullnægjandi og að þau stangist ekki á við læknalög. Það hefur verið farið vandlega í það mál eins og fram kom í framsöguræðu hv. nefndarformanns, 1. þm. Norðurl. v. Það þykir ekki ástæða til frekari aðgerða í málinu sem liggur þannig fyrir að hv. Alþingi getur tekið afstöðu til þess og að sjálfsögðu er það Alþingi sem ber ábyrgð á framvindu málsins. Hér er alls ekki ætlunin, eins og þegar hefur komið fram í gögnum málsins, að rjúfa þann trúnað sem hefur ríkt milli lækna og sjúklinga.