09.05.1988
Neðri deild: 97. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7808 í B-deild Alþingistíðinda. (5944)

432. mál, Ríkisendurskoðun

Stefán Valgeirsson:

Herra forseti. Ég ætla aðeins að bæta við það sem ég sagði áðan. Þegar umboðsmaður Alþingis kemur heim frá Frakklandi mun ég leita til hans um þetta málefni því að mér er það mikið niðri fyrir í sambandi við þetta mál og er búinn að kanna ýmsar hliðar þess. Ég vil ekki fara á bak við forseta Alþingis eða þá nefnd sem fjallað hefur um þetta og mun gera þetta um leið og umboðsmaðurinn kemur heim.