10.05.1988
Neðri deild: 101. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7915 í B-deild Alþingistíðinda. (6043)

431. mál, virðisaukaskattur

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Í trausti þess að ég hafi nú ekkert ruglast, þetta séu ekki umferðarlög á dagskrá, ætla ég að gera grein fyrir því að það mun fátítt að jafn athugulir menn og hér hafa skrifað undir nál. telji nauðsynlegt að fara yfir málið strax og það verður afgreitt með skipan milliþinganefndar. Ég tel að með slíkum vinnubrögðum sé verið að innleiða nýja siði í skattalagasetningu á Alþingi Íslendinga, þ.e. fyrst skuli þingið samþykkja einhvern ramma og svo skuli hefja baktjaldamakk og átök um hvað verði inni í þessum ramma. Ég treysti mér ekki til að styðja slík vinnubrögð og greiði ekki atkvæði.