10.05.1988
Neðri deild: 103. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7936 í B-deild Alþingistíðinda. (6081)

466. mál, ferðamál

Guðrún Helgadóttir:

Virðulegi forseti. Þetta er óþarft og illa gert frv. Nefndaálitin ganga þvert hvort á annað. Öll vinnubrögð í kringum þetta hafa verið með hreinum endemum. Það væri nú til að bæta gráu ofan á svart að fara að samþykkja brtt. sem ofan á allt annað stangast augljóslega á við lög um hlutafélög.

Ég hlýt því með allri ást á flokknum og elsku á þingflokknum, sóma míns vegna, að segja nei.