11.05.1988
Sameinað þing: 83. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7964 í B-deild Alþingistíðinda. (6162)

132. mál, verndun ósonlagsins

Frsm. félmn. (Salome Þorkelsdóttir):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 1996 frá félmn. um till. til þál. um verndun ósonlagsins. Nefndin hefur fjallað um till. og sent hana til umsagnar. Hollustuvernd ríkisins, Náttúruverndarráð og Geislavarnir ríkisins hafa lýst eindregnum stuðningi við þáltill.

Nefndin tekur undir þau markmið sem fram koma í till., en þar sem að þessum málum er nú unnið á vegum heilbrmrn. og iðnrn. leggur nefndin til að till. verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Hjörleifur Guttormsson sat fundi nefndarinnar og er samþykkur áliti þessu. Undir nál. rita Salome Þorkelsdóttir, Guðmundur Ágústsson, Guðni Ágústsson, Eiður Guðnason, Ólafur G. Einarsson, Þórhildur Þorleifsdóttir og Alexander Stefánsson.

Mér þykir rétt að upplýsa að 28. apríl sl. var samþykkt í ríkisstjórninni að tillögu iðnrh. að skipa nefnd til að kanna hve notkun á ósoneyðandi efnum og efnasamböndum er mikil hérlendis og finna hvernig megi draga úr notkuninni og einnig að athuga kostnað við að draga úr notkun. Það er óskað tilnefningar frá eftirtöldum aðilum í þessa nefnd: sjútvrh., heilbrmrh., félmrh. og Kælitæknifélagi Íslands, en iðnrh. skipar formann nefndarinnar.