11.05.1988
Sameinað þing: 84. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7971 í B-deild Alþingistíðinda. (6177)

Kosning eins manns í bankaráð Seðlabanka Íslands

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Forseti hefur engu við að bæta það sem hann hefur áður sagt.

Fram kom einn listi með nafninu: Ágúst Einarsson hagfræðingur. Þar sem ekki var stungið upp á fleiri nöfnum en skyldi kjósa lýsti forseti yfir að Ágúst Einarsson hagfræðingur væri rétt kjörinn í bankaráð Seðlabankans.