17.11.1987
Neðri deild: 12. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 1075 í B-deild Alþingistíðinda. (685)

42. mál, áfengislög

Stefán Valgeirsson:

Herra forseti. Það eru nokkur orð í sambandi við það að hér hafa ræðumenn talað um tvískinnunginn í áfengismálum. Ég vildi bara koma hér upp og bjóða þeim að vera meðflm. að banna innflutning á öllum bjór til landsins ef þeir vilja manna sig upp í það. Ekki skal standa á mér. En þegar ég hlustaði á hv. þm. Árna Gunnarsson og hans góðu ræðu kallaði hann fram þetta sem ég setti á blað:

Margur varð af aurum api

með ölkollurnar sér við hlið

og hætt er við þeir trausti tapi

sem tigna erlend sjónarmið.