24.11.1987
Neðri deild: 14. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 1210 í B-deild Alþingistíðinda. (806)

84. mál, viðskiptabankar

Hreggviður Jónsson:

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á því að gera athugasemdir við að hér sjást nú engir fulltrúar núv. hæstv. ríkisstjórnar, engir ráðherrar. Hefði verið fróðlegt að hafa a.m.k. viðskrh. viðstaddan þessa umræðu. Ég óska eftir að þessari umræðu verði frestað svo að það mætti ná í viðskrh. til að vera viðstaddur. Ég tel að þetta mál varði hans ráðuneyti og eigi að gera kröfu um að hæstv. viðskrh. sé viðstaddur. Það hefði að vísu mátt gera það miklu fyrr, en ég tel að hæstv. ráðherra eigi að vera viðstaddur umræður um bankamál. (Forseti: Ég vildi fara þess á leit við hv. þm. að hann gerði aðeins betur grein fyrir því hvort hann óskaði eftir því að málinu yrði frestað meðan beðið yrði eftir ráðherra.) Já, ég mundi óska eftir því eða þá að málið yrði tekið upp á næsta þingfundi. (ÓÞÞ: Hlýtur ekki ráðherra að birtast strax og menn gera honum orð eða hefur hann fjarvistarleyfi?)