26.11.1987
Sameinað þing: 22. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 1285 í B-deild Alþingistíðinda. (883)

62. mál, ráðning í stöðu þjóðgarðsvarðar

Guðrún Helgadóttir:

Herra forseti. Ég lýsi því yfir að ég tel að hér hafi verið farið að á allan hátt eins og vera bar við ráðningu þjóðgarðsvarðar. Ég vil hins vegar benda hv. 2. þm: Austurl. á þá staðreynd varðandi þann þjóðgarð sem hann ber ábyrgð á, sem er þjóðgarðurinn á Þingvöllum, að þeir sem honum stjórna hafa ekki séð ástæðu til að ráða líffræðimenntaðan þjóðgarðsvörð. Sá sem þeim þjóðgarði stýrir er prestur. (HG: Það eru lög sem mæla svo fyrir.)