30.11.1987
Sameinað þing: 24. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 1350 í B-deild Alþingistíðinda. (943)

139. mál, könnun á mikilvægi íþrótta

Stefán Valgeirsson:

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð um þessa till. Ég mun styðja hana þó að ég aftur á móti haldi að hún skipti ekki höfuðmáli í því sem er að gerast í þjóðfélaginu. Ég held að það verði nú að segja að ríkið hafi aldrei stutt við hina frjálsu íþróttastarfsemi í landinu eins og vert væri. Það er kannski tímanna tákn að nú skuli hafa komið fram, skv. skoðanakönnun Dagblaðsins, að það sé meiri hluti hér á Alþingi fyrir bjór. Ég held að það verði ekki sagt um þetta þing þó að þetta verði framkvæmt að það sé hið merkasta mál. En það gæti farið svo að það yrði minnst á þetta þing, ef fram fer eins og horfir að menn ætli að samþykkja bjórinn. Sem sagt: Bjór í stað íþrótta. En það er það sem blasir við okkur hér í dag.