19.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 37 í B-deild Alþingistíðinda. (1000)

1. mál, fjárlög 1910 og 1911

Framsögumaður (Björn Jónsson):

Styrkveitingu til Brynjólfs Björnssonar tannlæknis, er nefndin mótfallin, ekki vegna mannsins, heldur vegna þess, að landssjóður styrkir annan slíkan læknir hér í bænum. Annars er þetta álitamál, og ekki skal eg leggja á móti því. Hygg líka að sá læknir er við styðjum, þurfi nú reyndar ekki þess stuðnings við. En það er altaf örðugra, að kippa að sér hendi í slíkum efnum en rétta hana út.