19.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 49 í B-deild Alþingistíðinda. (1012)

1. mál, fjárlög 1910 og 1911

Björn Þorláksson:

Eg hefi hér litla breyt.till. um smá fjárupphæð. — Tildrög málsins eru þau, að fyrir nokkrum árum veitti alþingi fé til svifferju á Lagarfljót, en hún reyndist óbrúkleg og var breytt í dragferju. Það kostar í 300 kr. á ári að hafa ferjumann, og till. fer fram á, að landssjóður greiði þetta fé, svo að menn í Múlasýslum njóti jafnréttis við aðra t. d. Skagfirðinga. — Eg vonast eftir að háttv. þd. líti sanngjarnlega á málið og láti það ganga fram, þar sem um lítið fé er að ræða, og öll sanngirni mælir með að það sé veitt.