19.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 72 í B-deild Alþingistíðinda. (1024)

1. mál, fjárlög 1910 og 1911

Skúli Thoroddsen:

Eins og háttv. 2. þm. Árn. (S. S.) er kunnugt, þá barðist eg fyrir því á síðasta þingi, að allir nytu jafnréttis, að því er til landsímalagninga kemur, því það er augljóslega ranglátt, að leggja línurnar frá Reykjavík til Seyðisfjarðar og Ísafjarðar, þeim héruðum að kostnaðarlausu, sem þær ná yfir, en heimta ákveðin all-há fjárframlög af öðrum héruðum, að eins af þeirri tilviljun, að þau eru ekki á nefndu svæði.

Þessu var og hreift í fjárlaganefndinni og þótt nefndin yrði þar eigi á eitt mál sátt, voru þó ýmsir sömu skoðun fylgjandi, sem eg, og því er eg þakklátur háttv. þm. Dalam. (B. J.) fyrir það, að hann tekur ekki aftur breyt.-till. sína, sem gengur í þá átt, að afnema misréttið, sem náði fram að ganga á síðasta alþingi í símamálinu.

Þegar háttv. 2. þm. Árn. (S.S.) athugar ástæður mínar á seinasta þingi, þá er það óþarfi fyrir hann, að vera að sletta því, að línan frá Ísafirði til Bolungarvíkur hafi áhrif á atkvæði mitt í þessu máli. Eg verð þó að líta svo á, sem hún ætti að skoðast sem aðallína, og nægir í því skyni að benda á það eitt, því til stuðnings, að Bolungarvík er nú orðið stórt kauptún, og það er fiskiver, sem fjöldi manna úr 4—5 sýslum landsins sækja, og veit eg því ekki, hvaða kauptún á heimting á kostnaðarlausum síma, ef ekki Bolungarvík. — Annars vil eg leyfa mér að benda þm. á, að það liggur hér engin till. fyrir um þetta mál; sú fjárveiting var færð yfir á fjáraukalögin, og þau eru eigi til umr. að þessu sinni.

Það var rétt, að fá álitsskjal Forbergs um það, hvaða línur eigi að teljast aðallínur, er landssjóður kosti, en hverjar aukalínur, áður en fjárlaganefndin tekur full Náðar-ályktun um málið, en það, að álit Forbergs hefir enn eigi legið fyrir nefndinni til íhugunar, getur ekki réttlætt það, að þingdeildin fresti að láta í ljósi skoðun sína á málinu.

Þótt fjárlaganefndin hafi falið háttv. 2. þm. Árn. (S. S.) að tala við Forberg, sem hann virðist vera drjúgur yfir, þá þykir mér ilt, ef hann lætur það hafa áhrif á atkv. sitt í málinu.