22.04.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 265 í B-deild Alþingistíðinda. (105)

4. mál, landsreikningurinn 1906-1907

Steingrímur Jónsson:

Eg hefi í samráði við aðra háttv. deildarmenn leyft mér að koma fram með breyt.till. á þgskj. 561, að orðin »þar af« á undan »í Landsbankanum o. s. frv.« falli burt, en það er rangt að komast þannig að orði, því það sem inni stendur í bönkunum er meira en peningaforði landsjóðs. Þetta sem í bönkunum stendur er nefnilega ekki að eins peningaforði landsjóðs, heldur líka þeir peningar, sem landsjóður hefir undir höndum, en ganga eigi í ríkissjóðsskuldina. Annað var það ekki, sem eg hafði að segja, og veit eg að deildin samþykkir breytingartill.