24.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 318 í B-deild Alþingistíðinda. (1086)

1. mál, fjárlög 1910 og 1911

Sigurður Sigurðsson:

Eg vil aðeins geta þess, að smjörbúin njóta einkis styrks nema þau starfi. Smjörbúið á Torfalæk nýtur einkis styrks. Um slátrunarhúsið er það að segja, að verið getur að rekstur þess sé eigi kominn í fast horf, en óviðeigandi finst mér það, að bera slúðursögur um menn hér í deildinni, sem ekki eru hér viðstaddir og eiga ekki kost á að bera hönd fyrir höfuð sér. Lánið til girðingaefniskaupa er ekki ætlað Eyrbekkingum eins og 1. þm. Rvk. (J. Þ.) sagði, heldur er veitt bændum alment og girðingafélögum. Um Flóaáveituna á ekki við að þrátta hér, og skal eg geyma það þangað til seinna.