01.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 383 í B-deild Alþingistíðinda. (1108)

1. mál, fjárlög 1910 og 1911

Björn Þorláksson:

Eg stend hér á breyt.till. á þgskj. 355 við 16. gr. 21. lið fjárlaganna. Það var samþ. við 2. umr. að veitt skyldi 300 kr. til kvöldskólans á Seyðisfirði. Breyt.till. fer fram á, að tillag þetta verði hækkað um 100 kr. á ári, samkvæmt því sem stjórn iðnaðarmannafélagsins, er gengst fyrir skólahaldinu, fer fram á. Ástæðan fyrir þessari breyt.till. er sú, að mér fmst að 300 kr. sé of lítið, borið t. d. saman við það fé, sem Ísafirði er veitt í sama tilgangi, en það er 600 kr. eg álít að það sé engin sanngirni í því, að Seyðisfjörður fái helmingi minna og því hefi eg farið fram á 100 kr. hækkun. Þá vil eg minnast á br.till. við 16. gr. 4. lið við byggingarstyrk til Eiðaskólans. Við 2. umr. var það sþ. að landssjóður borgaði hálfan kostnað við byggingu Eiðaskólans með 10,000 kr. á tveimur árum. Í breyt.till. er farið fram á, að Múlasýslur fái 1500 kr. bæði árin til að borga rentur og afborgun af þessari upphæð og er ætlast til að landssjóður greiði slíkt tillag árlega í 28 ár. Eg fyrir mitt leyti get sagt að eg sé ánægður með það, sem breyt.till. fer fram á. Eg álít að þetta geti komið Múlasýslum mjög vel og till. miðar þó til þess að laga fjárlögin til muna eða lækka útgjöldin á fjárhagstímabilinu um 17 þús. kr. Eg get reyndar ekkt sagt, hvernig högum Suður-Múlasýslu er háttað né hvort bráðabirgðalán er þar fengið til lengri eða skemmri tíma. Hvað Norður-Múlasýslu snertir, þá er lán þar fengið til fleiri ára og er eg því rólegur hvað hana snertir og ánægður með till.

Um skólann í Flensborg get eg sagt það, að eg mun greiða atkv. með því að veitt sé það fé, sem farið er fram á í breyt.till. — Ástæðurnar eru þær að skólinn er ódýr, alment notaður og aðgengilegur fyrir fátæka pilta.