20.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 590 í B-deild Alþingistíðinda. (1194)

2. mál, fjáraukalög 1908 og 1909

Þorleifur Jónsson:

Eg hefi ásamt öðrum háttv. þm. komið með br.till. á þgskj. 522, um það, að aths. þeirri er Ed. hefir sett inn viðvíkjandi ferðum Austfjarðabátsins verði breytt þannig að báturinn fari eina ferð til Reykjavíkur og eina ferð til Vestmannaeyja. Útgerðarmönnum bátsins þótti það rugla of mikið ferðum hans um Austfirði, ef hann færi 3 ferðir suður um land, og eg gat ekki gert mig ánægðan með það, að hann færi að eins til Vestmannaeyja, en ekki til Reykjavíkur. Það ríður mest á því fyrir sýslubúa mína, að fá ferð til Reykjavíkur, og því hefi eg komið með þá tillögu, að báturinn fari þó eina ferð þangað. Að þessu geta útgerðarmenn bátsins gengið, við höfum fengið vilyrði þeirra fyrir því. Og eg veit til, að þm. V.-Sk. (G. Ó.), sem kom með aths. í Ed. um bátaferðir til Vestmannaeyja, sættir sig við, að báturinn fari að eins 2 ferðir suður um land; vænti eg því að hin háttv. deild taki máli þessu vel og samþykki tillöguna.