20.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 592 í B-deild Alþingistíðinda. (1196)

2. mál, fjáraukalög 1908 og 1909

Framsögumaður (Skúli Thoroddsen):

Eftir upplýsingar þær, sem hæstv. ráðherra (B. J.) hefir gefið um verzlunarerindrekana,11 þá get eg lýst því yfir fyrir hönd meiri hluti fjárlaganefndarinnar, að hún er þessari fjárveitingu hlynt. —

Fjárlaganefndinni í Nd. barst frá fjárlaganefnd Ed. erindi frá spítalalækninum á Kleppi um það, að veitt væri fé til þess að byggja fjós og hlöðu þar á jörðinni, og víkur því svo við, að á Kleppi er tún, er gefur af sér töðu fyrir 4 kýr, en hvorki er til fjós eða nokkurt skýli fyrir heyið. Spítalalæknirinn hefir og skýrt frá því, að nú sé keypt mjólk fyrir 170 kr. mánaðarlega, og telur hann líklegt, að það sparist, ef fjósinu og hlöðunni yrði komið upp. Fjárlaganefnd Nd. vill því mæla með þessari fjárveiting.

Fimm hundruð króna fjárveiting til séra Einars Þórðarsonar þarf ekki að mæla með. Sá maður er svo kunnur, og sömuleiðis, hvernig ástæður hans nú eru, að eg tel nægja að geta þess, að fjárlaganefndin er