03.03.1909
Efri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 370 í B-deild Alþingistíðinda. (130)

6. mál, aðflutningsgjald

Ráðherra (H. H.):

Þessi mikla tollhækkun á brennivíni, sem háttv. 4. kgk. þm. talaði um, kemur ekki niður á öðru brennivíni en því, sem flutt er á 3. pela flöskum. En brennivín flytzt ekki hingað til lands á flöskum, nema ákavíti, og það er lítið keypt. Og eg sé ekkert á móti því, að sama gangi yfir ákavíti sem önnur vín. — Háttv. 4. kgk. þm. talaði um að það væri óvanalegt, að láta lög verka aftur fyrir sig, og er það satt. En eg held þó, að það sé ekki einsdæmi. Mig minnir að svipað ætti sér stað t. d. í Danmörku fyrir ári síðan, þegar nýju tolllögin komu þar í gildi, að því er snertir fyrirliggjandi birgðir af vínum.