26.02.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 833 í B-deild Alþingistíðinda. (1315)

6. mál, aðflutningsgjald

Jón Magnússon:

Eins og málinu nú horfir við frá nefndinni get eg ekki verið því samþ. í alla staði. Það er spánný leið, sem nefndin vill fara í þessu máli, svo ný og einkennileg, að hún ekki þekkist neinstaðar í allri tollpólitík heimsins, að tollur sé lagður á vörur, eftir' að þær eru komnar inn fyrir tolltakmörkin, og aðflutningstollur greiddur af þeim, enda væri slíkt mjög ósanngjarnt og ranglátt. Það væri eins og hér stendur á, nokkurskonar hegning á menn, sem þó reka leyfða atvinnu. Hví á þá líka að skilja undan tóbakstollinn? Hví eiga ákvæðin um hann ekki alveg eins að ná aftur fyrir sig í tímann, ef slík regla að öðru leyti væri heppileg? Já, og því þarf endilega að taka til 24. febr. en ekki t. d. þann dag, sem lögin verða samþ.? Eg legg því til, að stjórnarfrumv. sé samþ. óbreytt, því að breyting nefndarinnar gerir óvissu í réttarástandinu í landinu.