26.02.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 835 í B-deild Alþingistíðinda. (1318)

6. mál, aðflutningsgjald

Jón Magnússon:

Það hlýtur að vera spaug hjá háttv. framsm. (J. Ól.), er hann heldur því fram, að kaupmenn mundu byrgja sig upp af þessum vörutegundum til þriggja ára nú þegar. Eg fyrir mitt leyti álít ekki, að þeir mundu geta það, vegna peningaleysis. Það mundi vera hámarkið, ef einhverjir gætu birgt sig til eins árs, enda mundi það ekki borga sig að birgja sig upp til margra ára, vegna þess, að það áfengi, sem mestur gróði er í að selja, rýrnar töluvert við geymsluna, og vörur eru ekki hafðar í tollgeymslu svo árum skiptir. Annars er óþarfi að ræða lengi um þetta; málið er ljóst, og það sem eg tel athugaverðast við breyt.till. er þetta, að verði hún samþykt, þá er þingið komið á mjög athugaverða braut, og miður trygga fyrir réttarmeðvitund landsins.