01.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 840 í B-deild Alþingistíðinda. (1324)

6. mál, aðflutningsgjald

Björn Kristjánsson:

Mér virðist að till. háttv. 1. þm. Rvk. (J. Þ.) muni ekki ná þeim tilgangi, sem ætlað er. Þar sem hann tiltekur, að lögin öðlist gildi þegar konungur hafi staðfest, þá er það í rauninni alveg sama og stendur í frv.

Br.till. nefndarinnar stendur sem áður, þetta fellir hana ekki.

Ekki fæ eg séð, að nein ósanngirni sé í því fólgin að miða hækkunina við 24. febr. þ. á., af því að vínföng flytjast lítið að um þetta leyti árs nema til Reykjavíkur, og þar vita allir um hvað verið er að ræða. Kaupmenn hér geta nú þegar hækkað verð á víni sínu ef þeir vilja, þeim er það í sjálfsvald sett. Þingið getur því fylgt þessu fram, og á að gera það, þegar það er upplýst, að verið er að gera tilraun til að svipta landssjóð þessum tekjuauka.