01.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 840 í B-deild Alþingistíðinda. (1325)

6. mál, aðflutningsgjald

Jón Magnússon:

Eg er að vísu samþykkur háttv. 1. þm. Rvk. (J. Þ.) um flest þau atriði, er hann tók fram, en þó sé eg engan veg til þess, að breyt.till. hans geti komið til atkvæða, því að efni hennar hefir verið felt við 2. umr., og væri því brot á 30. gr. þingskapanna að bera hana upp nú; auðvitað getur hún komist að í háttv. Ed.

Auk þess þykir mér breyt.till. óviðkunnanlega orðuð. Það hefði verið heppilegra að orða hana svo að fella aftan af seinni málsgreinina í 3. gr. En úr þessu mætti bæta með því, að í stað þess að bera upp br.till. væri skift atkv.gr. um frv. gr. og borin upp sér í lagi þessi setning: »Lög þessi öðlast gildi þegar í stað« þá kæmi hið sama út, sem breyt.till. vill vera láta, og skýt eg því til hæstv. forseta. Auðvitað kemur það ekki til greina, ef minn skilningur er réttur, að breyt.till. sé ekki hægt að bera undir atkv. nú.