01.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 841 í B-deild Alþingistíðinda. (1327)

6. mál, aðflutningsgjald

Ráðherrann (H. H.):

Forseti ræður auðvitað, hvað hann gerir, en eg verð að vera samþykkur háttv. þm. Vestm. (J. M.) En auk þess er galli á br.till. frá formlegu sjónarmiði, því að lögin eru gefin út í konungs nafni og byrja svo: »Vér o. s. frv. gerum kunnugt: Alþ. hefir fallist á lög þessi og vér staðfest þau«. Það er því fullkomlega rétt orðað í gr. að lögin öðlist gildi þegar í stað. Hitt á alls ekki við, að leggja konungi þau orð í munn, að lögin öðlist gildi, þegar konungur hefir undirskrifað þau.