01.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 841 í B-deild Alþingistíðinda. (1329)

6. mál, aðflutningsgjald

Jón Þorkelsson:

Eg er á sama máli sem hæstv. forseti um það, að brt.till. ber að skoða sem viðaukatillögu við frumv. Þessi breyt.till. hefir aldrei komið fram fyrr en nú og hefir því aldrei getað verið feld.

Eg er ekki að þrátta um formið; það gerir hvorki til né frá. Vera má, að betra sé að haga orðunum svo, að lögin öðlist gildi þegar í stað. En orðalag breyt.till. þarf í sjálfu sér ekki að vera henni til hnekkis; það má þá, ef þess þykir þörf, lagfæra það í efri deild. Raunar legg eg ekki kapp á þessa breyt.till.; eg flyt hana vegna þess, að mér þykir hún sanngjörn. Hver getur gert þar um, sem honum sýnist.