11.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 842 í B-deild Alþingistíðinda. (1332)

6. mál, aðflutningsgjald

Framsögumaður (Jón Ólafsson):

Nefnd sú, er skipuð var í þetta mál, hefir í framhaldsnefndaráliti (þingskj. 162) gert grein fyrir tillögum sínum.

En breytingartillögurnar eru af því sprotnar, að óheppilegt þótti orðalagið, þar sem talað er um það, hvenær lögin öðlist gildi. Lögin geta ekki öðlast gildi, fyrr en þau hafa hlotið konungsstaðfestingu.

Annars væntir nefndin, að málið fái góðan byr hjá háttv. þingdeild, og það því fremur, sem það, et hér byrjar vel getur á morgun orðið og verður afgreitt sem lög frá Ed.