28.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 874 í B-deild Alþingistíðinda. (1363)

7. mál, háskóli

Framsögumaður (Jón Þorkelsson):

Af því háttv. 1. þm. Húnv. (H.G.) vissi ekki til þess, að þetta mál hefði nokkurn tíma legið fyrir fyrri hér á þingum, þá ætla eg — þó að eg sé margbúinn að skýra frá því, að upplýsa hann um það, áður en atkv.gr. nú fer fram, að mál þetta hefir verið rætt hér á þingi öðru hverju síðan 1881, svo sem 1883, 1885, 1891 og 1893, og var þá afgreitt sem lög. Loks var með þingsál. skorað á landsstjórnina á síðasta þingi að leggja frumv. um þetta mál nú fyrir þetta þing. Og hvað vill svo þm. hafa það meira?