14.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 890 í B-deild Alþingistíðinda. (1391)

9. mál, ellistyrkur

Jón Jónsson (1. þm. N.-Múl.):

Sú breyt.till. sem eg hefi komið fram með í málinu, sýnist mér að vera fremur meinlaus, og því ekki varhugavert að samþykkja hana.

Það eru nokkur atriði í frv. þessu, sem eg er ekki ánægður með, t. d. líkar mér það ekki hvað mikið fé er veitt til sjóðsins úr landssjóði, og eg vildi gjarnan draga úr því ákvæði, að að eins 60 ára gamlir menn gætu orðið aðnjótandi styrks; mér sýnist það atriði í 14. gr. vera óþarflega sterkt orðað, með því að aldrei er hægt að neita því, að það er mjög svo þýðingarmikið atriði, að geta styrkt menn undir ýmsum kringumstæðum, sem hafa við bág kjör að búa.

Eg vona því að deildin taki ekki hart á breyt.till., og að hún sjái að hún er sanngjörn og greiði henni því atkv.