15.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 912 í B-deild Alþingistíðinda. (1417)

14. mál, meðferð skóga, kjarrs o. fl.

Jón Jónsson (N.-Múl.):

Eg verð að lýsa því yfir, að eg er óánægður með fyrri hluta 7. gr. Reyndar er þetta vægt orðað. En ef sú yrði raunin á, að þessu ákvæði yrði beitt stranglega, mundi það geta orðið til stórbaga á útbeitarjörðum. Eg hafði því ætlað mér að koma með breytingartillögu um að fella þennan kafla greinarinnar burtu, en gleymdi því. Mun gera það við 3. umræðu.

Eg lét það í ljósi í nefndinni, að eg væri ekki ánægður með þetta um útbeitina, og áskildi mér rétt til að koma fram með breyt.till.