17.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 917 í B-deild Alþingistíðinda. (1421)

14. mál, meðferð skóga, kjarrs o. fl.

Framsögumaður (Sigurður Sigurðsson):

Nefndinni hefir ekki gefist kostur á, að athuga þessar breyt.till., sem gerðar hafa verið við frumvarpið. Eg fyrir mitt leyti get gengið inn á breyt.till. við 1. gr. og breyt.till. við 5. gr. er heldur ekkert að athuga við. En viðvíkjandi breytingunni við 7. gr. þá verð eg að lýsa því yfir, og eg held að eg geti líka gert það fyrir meiri hluta nefndarinnar, að eg get ekki fallist á hana. Sú breyting snertir aðalefni frumv.

Að öðru leyti, þá skal eg ekki fjölyrða meira um þetta mál, enda hygg eg, að menn séu nú þegar ákveðnir í því, hvernig þeir greiði atkvæði í máli þessu.