01.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 942 í B-deild Alþingistíðinda. (1467)

18. mál, borgaralegt hjónaband

Jón Magnússon:

Eg hefi ekki mjög á móti frumv. þessu, sem er rétt spor í áttina, en eg tel seinni partinn, seinni málsgrein alveg óþarfa og frv. miklu betra, ef hún væri feld í burtu. Það er engin ástæða til í kaupstöðum t. d. að hafa hjónavígsluna annars staðar en á skrifstofu hlutaðeigandi valdsmanns eða í ráðhúsi, ef til er. Vígsluathöfnin er að réttu lagi ekki annað en notarial-staðfesting á hjúskaparsamningi brúðhjónanna og fer sú staðfesting eðlilegast fram á embættis-skrifstofunni eða í ráðhúsi. Eg hefi þó ekki talið þetta mál svo miklu skifta, að eg hafi komið fram með breyt.till. og vil því að eins leyfa mér að skjóta því til flutnm., að feld sé í burtu síðari málsgr. frumv.