13.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 947 í B-deild Alþingistíðinda. (1477)

18. mál, borgaralegt hjónaband

Flutningsmaður (Jón Ólafsson):

Eg kann að hafa lagt meira í orð háttv. þm. Vestm. (J. M.) en til var ætlast. En hitt er alls ekki rétt, að mér gangi nokkrar persónulegar hvatir til þess að halda fram þessu frv. Eg hefi að eins kvænst einu sinni, í heimahúsum að vísu, en þá var hjónavígslan framkvæmd af presti (Jón Magnússon: En vandamenn þm.?) Að vísu hafa mér vandabundin hjón verið gefin saman í borgaralegt hjónaband í heimahúsum mínum af bæjarfógeta, svo að eg hefi sannarlega enga ástæðu til frumvarpsins í neinu, er mig snertir persónulega, en það á engin náð eða velgerð að þurfa að vera, að hjónaefni fái þetta gert. Allur munurinn milli okkar háttv. þm. Vestm. (J. M.) er sá, að eg vil, að menn hafi þann rétt, sem menn eiga að hafa, en hann vill, að menn njóti náðar.