01.05.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1131 í B-deild Alþingistíðinda. (1535)

19. mál, lífsábyrgð sjómanna

Framsögumaður (Magnús Blöndahl):

Frumv. þetta, sem hefir verið sent frá háttv. Ed., hefir enn á ný verið athugað á tveim fundum í lífsábyrgðarnefndinni. Eins og frumv. ber með sér, hefir því verið breytt allmikið í Ed. og eru nokkrar af breyt. þeim, er gerðar hafa verið fremur til bóta. — Aftur á móti getum vér nefndarmenn ekki séð, að sumar breytingarnar séu til neinna bóta, þótt vér ekki leggjum til að þær séu gerðar að neinu kappsmáli. Nefndin hefir samt leyft sér að koma fram með tvær breyt.till. á þskj. 697, en eg skal þegar geta þess, að seinni breyt.till. er tekin aftur. Breyt.till. sú, sem hér kemur þá til athugunar er við 1. gr. frumv. og fer fram á það að í staðinn fyrir »sexrónum« komi: fjórrónum; — það sýnist vera lítil meining í því, að fyrirmuna þeim sjómönnum, er stunda fiskiveiðar á fjórrónum bátum að geta trygt líf sitt. Eg vil því mæla hið bezta fram með þessari breytingartillögu og það því fremur, sem eg hefi ástæðu til að ætla, að hún nái samþ. háttv. Ed.

Vér ráðum því háttv. deild til að samþ. frumv. með þessari breytingu.