27.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1134 í B-deild Alþingistíðinda. (1541)

20. mál, fræðsla barna

Framsögumaður (Hálfdan Guðjónsson):

Eg vil geta þess, að það er alveg rétt sem hinn hæstv. ráðherra (H. H.) tók fram, að það liggja nú fyrir þinginu 2 frumv., sem eiga við breytingu á sömu lögum. Nefndin fékk ekki nógu snemma vitneskju um þetta og gat því ekki lagað það við þessa umr., en eg álít, að mér sé heimilt að lýsa því yfir fyrir hönd nefndarinnar, að hún taki bendingu hæstv. ráðherra (H. H.) til greina.