18.02.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1143 í B-deild Alþingistíðinda. (1559)

89. mál, varabiskup

Jón Ólafsson:

Það sem gert hefir nafnið vara-biskup svo óvinsælt áður var vonarbréfið. Nú er alt öðru máli að gegna, en aftur á móti virðist það vera nokkuð óheppilegt, að binda þetta heiðursstarf við einn sérstakan prest í vissu prestakalli, því að þá getur oft svo farið, að sá prestur eigi þann heiður alls eigi skilið. Líklegra væri þó, að fela það prófastinum í Kjalarnesþingi (Sigurður Sigurðsson: Eða í Árnesþingi), því að í prófastsstöðuna munu að eins þeir vera kallaðir, sem hafa áunnið sér almennt traust í kennimannsstöðu sinni, en prestar vita allir að eru kosnir einatt af alt öðrum ástæðum en verðleikum þeirra; annars liggur það auka-atriði mér í léttu rúmi.