10.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1148 í B-deild Alþingistíðinda. (1565)

89. mál, varabiskup

Framsögumaður (Eggert Pálsson):

Eg verð að líta svo á, að þetta mál, sem hér liggur fyrir, sé komið í hálfgerða óreiðu vegna atkvæðagreiðslunnar í málinu næst á undan.

Eg held ekki að þm. fari að greiða atkv. ofan í sjálfa sig, en það mundu þeir gera, ef þeir færu nú eftir undangengna atkv.greiðslu einnig að samþykkja frumv. þetta. Eg hefi ekkert umboð frá nefndinni til að taka málið aftur, en verð þó að álíta að heppilegasta leiðin væri, að taka málið út af dagskrá, og bræða það og það sem eftir er af frumv. næst á undan upp aftur í nefndinni. En auðvitað hefi eg ekki umboð til þess frá nefndinni, og get því ekki að svo stöddu fyrir hennar hönd gert það að till. minni.