10.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1149 í B-deild Alþingistíðinda. (1570)

89. mál, varabiskup

Forseti (H. Þ.):

Eg get ekki verið samdóma hinum háttv. þm. Snæf. (S. G.) um það, að ruglingur sá, sem orðin er á þessum frumv., sé því að kenna, hvernig málunum hafi verið skipað á dagskrána. Eg álít að það sé á ábyrgð þm. sjálfra, að gæta þess, hvaða mál standa á dagskránni, og hvernig þeir greiða atkv. um þau. Eins og nú er komið málinu, þá get eg ekki betur séð, en að frumv. þetta sé sjálf-fallið, geti ekki komið til atkv., en frá formlegu sjónarmiði sé eg ekkert á móti því, að nefndin taki frumv. aptur og geti þá í málaskránni talist meðal óútræddra frumv.