12.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1163 í B-deild Alþingistíðinda. (1582)

21. mál, vígslubiskupar

Sigurður Gunnarsson:

Eg skal leyfa mér að gera stutta athugasemd við það, sem háttv. framsm. (E. P.) sagði áðan.

Það hefir verið bent á það, að slæðst hafi galli inn í ályktunina á þgskj. 170, 2. lið »skulu kosnir«, í staðinn fyrir »konungur skipar« o. s. frv.

Þetta rekur sig á, en er að eins gáleysi hjá nefndarmönnunum. Og úr því verður ekki bætt héðan af, en vonandi, að efri deild bæti úr skák, ef málinu verður vel tekið þar.