12.03.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1168 í B-deild Alþingistíðinda. (1588)

21. mál, vígslubiskupar

Jón Sigurðsson:

Viðvíkjandi því, er háttv. 2. þm. S.-Múl. (J. Ó.) sagði, að eg hefði verið að fika fram brt., þá var það ekki rétt skilið hjá honum. Eg sagði, að hér hefði legið fyrir deildinni annað frv. um vígslubiskup, þar sem farið er fram á að hann sé einn fyrir land alt, og eg benti á, að atkvgr. hér í deildinni við 2. umr. þessa máls hefði sýnt, að í raun og veru mundi meiri hluti deildarinnar telja nóg að hafa að eins einn vígslubiskup auk hins reglulega biskups og frá mínu sjónarmiði er það líka alveg rétt og samkvæmast stefnu þessa tíma að vera ekki að leika sér að því að setja á fót stofnanir, sem hafa í sér fólginn vísi til nýrra embætta.