16.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1194 í B-deild Alþingistíðinda. (1633)

25. mál, skipun læknishéraða o. fl.

Framsögumaður (Skúli Thoroddsen):

Þegar við 1. umr. þessa máls gerði eg ítarlega grein fyrir nauðsyninni á, að stofna nýtt læknishérað í Norður-Ísafjarðarsýslu, Nauteyrarhérað, að þar er engu við að bæta. Meiri hluti nefndarinnar komst að þeirri niðurstöðu, að ekki ætti við að fresta því, að verða við þeirri ósk, sem þinginu hefir borist úr héruðunum við innanvert Ísafjarðardjúp.

Í hinum ýmsu héruðum landsins eru menn enn óánægðir með læknaskipunina, og víða talsverð þörf á breytingum á henni, eins og sést meðal annars af því, að fyrir þinginu liggja nú einnig óskir um tví-skiftingu Sauðárkrókshéraðs, og stofnun tveggja nýrra héraða annara, Norðfjarðar- og Eyjafjallahéraða; en þótt þingið geti ekki orðið við allra óskum í senn, ætti það að gera sér að reglu, að fjölga læknishéruðunum smámsaman, og sér meiri hluti nefndarinnar sér eigi fært að ráða þinginu til að samþ. þrjú síðast nefnd frumv. að þessu sinni.