12.03.1909
Sameinað þing: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 404 í B-deild Alþingistíðinda. (164)

6. mál, aðflutningsgjald

Ráðherra (H. H.):

Súrsaft, sem ekki er blönduð áfengi mun aldrei sterkari en svo sem svarar 6—7°, en það tíðkast að gera hana sterkari með því að blanda vínanda í hana, en eins og og eg hefi sagt, geta þeir, sem gera það, alveg eins notað sæta saft til þess. Eg verð því að álíta það alveg rétt athugað hjá hinum háttv. 3. kgk. þm., að þessi mikli tollur muni fremur spilla en bæta, og að með honum náist alls ekki tilgangurinn, sá að koma í veg fyrir misbrúkun.