19.04.1909
Neðri deild: -1. fundur, 21. löggjafarþing.
Sjá dálk 1201 í B-deild Alþingistíðinda. (1642)

25. mál, skipun læknishéraða o. fl.

Jón Ólafsson:

Það er eitt, sem mér þykir merkilegt við frumv. þetta, að eftir því sem sakir standa með lækna hér á landi, þá eru engar líkur til, að sótt verði um Nauteyrarhérað, og þó hefir verið lagt allmikið kapp á það af flutningsm. þess máls, að koma því gegnum þingið. Það eina, sem leitt getur af frumv. þessu er það, að læknirinn á Ísafirði getur fengið möguleika til þess að fá launin, eða með öðrum orðum tvöföld laun. Það stendur ekkert annað en þetta í frumv., ef breyt.till. við það verður ekki samþ. og þá væri það auðvitað engin frágangssök fyrir hann að fá aðstoðarlækni sinn til þess að sækja um héraðið um stundarsakir.